þriðjudagur, september 26, 2006

Sælt veri fólkið.

Hér sit ég á þriðjudagsmorgni í LÍF103 að hlusta á mjöööög spennandi fyrirlestur um flæði í blóðinu okkar og um flutning súrefnis, anyyyway.

Mood: Vont (er að dreeepast í bakinu)

Ég er nýbúin að vera lasin, aftur. Hiti, hósti og slím í lungunum, ég er svo dugleg :P
Núna er ég á sýklalyfum þannig að þetta ætti að vera að skána, en þá gerist eitthvað sem mér finnst vera verra. Bakið á mér, er að drepa mig. Einhverskonar vöðvahnútur sem er að verða verri og verri.
Ég vil fara til sjúkranuddara :S

Og jamm,

Eitthvað jákvæðara. Ég á núna InuYasha dagatal fyrir árið 2007. Viddi benti mér nú á það, þegar ég hann og Andri vorum í Nexus, að ég væri að fara í mars og hvaða tilgang þetta dagatal hefði. My answer is: INUUUU-YASSHA.... :D :D

Mig langar í rafmagnsrúm, eins og Viddi á....urr :P

Annað,

Fór í bíó í gær, með Vidda, Sindra og Völu. Fórum í Mjóddina á Nacho Libre....steeeiiiiiiiiiikt mynd, that’s it. Sat allan tíma bara whaaat?! Fékk Blátt powerade :P

Helgin,

Var veik, en hápunktur helgarinnar var Buffy glápið hjá mér, Vidda, Andra og Sigrúnu sem var mega stuð. Svo var líka bíltúrinn sem ég og Guðrún byrjuðum klukkan 2 með Bjarka, bættist svo Jóhanna og hinir og þessir, sem endaði með því að Guðrún henti mér og Sigrúnu út í Kópavoginn og svo hélt hún áfram :D Dugleg. Man ekki klukkan hvað við hættum að horfa á Buffy og Andri og Sigrún fóru heim. En skrautlegur endi á fínu kvöldi sem endaði með aumt nef...

Ciao....(rides away on a scooter)

Fluffy

P.S þetta kallast einkahúmor....

þriðjudagur, september 19, 2006

Loksins, loksins nýtt blogg.

Ótrúlegt en satt, þú ert að lesa nýtt blogg. Ég hef bloggað á ný.
Úfff, hvað það er langt síðan að ég bloggaði seinast, margt og mikið spennandi búið að gerast.

My mood: Feeling funny (labbaði næstum tvisvar í vitlausa stofu)

Dagurinn í dag er skrautlegur, það er með skólann. Ég verð í skólanum til hálf 5, sem er meeega langur tími þegar maður er slappur og hálfveikur.

Eeeen allavega.

Jamm, things that I’ve done.
Ég fór til dæmis í geggjað skemmtilega útileigu með Vidda, Andra og Sigrúnu.
Góð leið til þess að enda sumarið með stæl fyrir skólann. Í útileigunni vorum við ótrúlega heppin með veðrið, það var svoooo gott :D
Andri og Viddi spiluðu á gítar á meðan Sigrún bjó til geggjað góðar pönnukökur :P
Ég lá bara í sólbaði og reyndi með öllu mínu afli að verða brún (sem greinilega gerist ekki hjá mér).
Svo byrjaði skólinn big time. Bara skóli, skóli, skóli.
23 einingar, vááá hvað ég er bjartsýn.

Þá urðu hlutirnir skrautlegir, ég endaði á Landspítalanum. Það var ekkert alvarlegt og ég er góð í dag.
En það þýddi að ég missti viku af skólanum.
Ég missti líka af MK busaballinu, þar sem hún Jóhanna fékk heilahristing :S
Þetta er sko OMG, einhver gaur rak olbogann kröftulega í hana svo að hún komst bara ekki í skólann forever. Hún var geggjað heppin að hinar stelpurnar fundu hana, því þetta var stórhættulegt.
Hún er núna fyrst að koma í skólann. Búin að vera á læknastússi og bara fullt, ekki grín.

Þegar ég var orðin betri, þá skellti ég mér á busaballið hjá MH (ég ætla mér á busaball!!)
Ég fór með Vidda í lítið fyrirpartý hjá Elvari áður en við skelltum okkur á ballið. Það var skemmtilegt og flott fólk þar á kreik.

Vil bara segja að Keli er töff köttur.

Svo fórum við á ballið og hittum Andra og Sigrúnu , jeiiiiii :D stuuð!!

Dans, dans, dans, dans.

Rakst á fólk, gaman að sjá það ;) Svo eftir að Andri og Sigrún voru farin, þá byrjaði ég að sjá eftir því að hafa mætt í nýju stígvélunum mínum :S Svekkt yfir því að ég hætti að geta gengið eðlilega og endaði með því að ég og Viddi fór heim snemma. Sá auðvitað eftir því, hefði verið gaman að vera allan tímann.

Eeeeen ég lifði af, fór skemmtilega úldin í skólann og lét taka af mér mynd fyrir Rauða Kverið, þar sem ég lít út eins og barnaperri!! Djíssesss....kræst...

EN, ég vil bara þakka Vidda, Andra og Sigrúnu fyrir GEÐVEIKT skemmtilega útileigu (must do it again), Heiðu fyrir flottu bleiku van skóna mína og Vidda, æðislega, fyrir að hafa haldið á mér langleiðina heim til hans eftir MH ballið :P

TAAAKKKKKKKKKKK!
xxxXxxx
Blogg búið.

Fluffy