Tyllidagar og hrekkjavökuballið
Já, á mánudaginn byrjuðu svokölluðu Tyllidagar í MK. Það eru tveir dagar þar sem kennslan er brotin upp og í staðinn gera nemendur eitthvað öðruvísi.
Þetta virkar þannig að hvað sem maður velur verður maður að fá stimpil á blað, til að fá mætingu fyrir dagana.
Ég byrjaði vel á mánudaginn og fór á fyrirlestur um uppruna hrekkjavökunnar. Það var einhver amerísk kona frá sendiráðinu sem talaði og talaði um hrekkjavöku og allt þar á milli. Eftir það ætlaði ég að fara til spákonunnar, hún Sara gamli íslensku kennari minn. En það var ekki alveg að gera sig, biðröðin ætlaði ekki að enda og 40 mínútur af lífinu mínu fóru í ekki neitt. Ég gafst upp og horfði á tískusýningu í staðinn og fór svo í jóga til að fá stimpil. Eftir jógað var ég að drepast í bakinu, það var ekki þæginlegt.
Svo var farið í keilu í Öskjuhlíðinni. Það var mega skemmtilegt. Ég, Tommi, Jón, Jóhanna, Margrét og Hinrik vorum saman á braut. Reyndar var bévítans brautin biluð....andsko...tinn.
Þriðjudagurinn var svipaður, ég fór á tvö fyrirlestra. Einn fyrir Amnesty International (by the way, ég er í AI klúbb í skólanum, skráði mig eftir fyrirlesturinn) og svo á Jónsa í svörtum fötum að tala um vímuefni. Verð að viðurkenna að sá fyrirlestur var alveg góður. Svo var skellt sér á skauta og ég get sagt að ég ætla mér ekki að fara þangað oft. Kalt, detta, illt í fótunum, lokuð sjoppan og of há tónlist. Er eitthvað gott við það?
Svo var það ballið. Fyrsta menntaskólaballið mitt, á skemmtistaðnum Pravda. Það var í stíl við Tyllidagana, hrekkjavökuball. Það var mega stuð. Reyndar byrjaði kvöldið mjög skrautlega. Við (ég, Tommi, Guðrún, Hinrik, Birkir, Jóhanna og Jón) ætluðum að chilla á kaffihúsi áður en við færum á ballið. Húsið opnaði klukkan 21:00 og við komum niður í bæ 20:30 til að setjast á kaffihús.....en NEEEEEEIIII....við vorum ekki nógu gömul til að setjast á kaffihús í svona 30- 40 mín og fá okkur kakó eða kaffi. Djííí það var ekki neitt að gerast á kaffihúsunum en nei, okkur var hent út á FJÓRUM kaffihúsum, ekki einu, ekki tveim, heldur fjórum. En fyrir utan þetta þá var kvöldið æðislegt og mega gaman. Fólk var alvarlega á flippinu. Páll Óskar var DJ á efri hæðinni og á ákveðnum tímapunkti hélt ég að gólfið myndi hrynja vegna þunga....scary....Vil benda fólki á orkudrykk sem heitir því ótrúlega frumlegu nafni Bomba, það er það sem hélt mér vakandi. Dálítið súr en fínn.
Þegar ballið var búið fékk ég, Tommi og Guðrún far hjá Jóni.
Steinsofnaði svo klukkan tvö. Þakka öllum vitleysingunum mínum sem voru að flippa með mér fyrir æðislegt kvöld.
2 ummæli:
hey... ég vil bara þakka sömuleiðis fyrir frábært kveld..!! þetta var alveg skuggalega gaman..!!:P verðum að gera þetta einhverntíma aftur..!!! :P
Heyjj, takk fyrir lookið á minni síðu... nice blogs. Og já, ætli við þurfum ekki að kíkja í bíó... Well, c ya. =)
Skrifa ummæli