þriðjudagur, september 26, 2006

Sælt veri fólkið.

Hér sit ég á þriðjudagsmorgni í LÍF103 að hlusta á mjöööög spennandi fyrirlestur um flæði í blóðinu okkar og um flutning súrefnis, anyyyway.

Mood: Vont (er að dreeepast í bakinu)

Ég er nýbúin að vera lasin, aftur. Hiti, hósti og slím í lungunum, ég er svo dugleg :P
Núna er ég á sýklalyfum þannig að þetta ætti að vera að skána, en þá gerist eitthvað sem mér finnst vera verra. Bakið á mér, er að drepa mig. Einhverskonar vöðvahnútur sem er að verða verri og verri.
Ég vil fara til sjúkranuddara :S

Og jamm,

Eitthvað jákvæðara. Ég á núna InuYasha dagatal fyrir árið 2007. Viddi benti mér nú á það, þegar ég hann og Andri vorum í Nexus, að ég væri að fara í mars og hvaða tilgang þetta dagatal hefði. My answer is: INUUUU-YASSHA.... :D :D

Mig langar í rafmagnsrúm, eins og Viddi á....urr :P

Annað,

Fór í bíó í gær, með Vidda, Sindra og Völu. Fórum í Mjóddina á Nacho Libre....steeeiiiiiiiiiikt mynd, that’s it. Sat allan tíma bara whaaat?! Fékk Blátt powerade :P

Helgin,

Var veik, en hápunktur helgarinnar var Buffy glápið hjá mér, Vidda, Andra og Sigrúnu sem var mega stuð. Svo var líka bíltúrinn sem ég og Guðrún byrjuðum klukkan 2 með Bjarka, bættist svo Jóhanna og hinir og þessir, sem endaði með því að Guðrún henti mér og Sigrúnu út í Kópavoginn og svo hélt hún áfram :D Dugleg. Man ekki klukkan hvað við hættum að horfa á Buffy og Andri og Sigrún fóru heim. En skrautlegur endi á fínu kvöldi sem endaði með aumt nef...

Ciao....(rides away on a scooter)

Fluffy

P.S þetta kallast einkahúmor....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já og vertu duglegri en stóra systir thín ad blogga!