Veikindi
Þessa helgi er ég búin að vera veik, sko VEIK! Þetta byrjaði í rauninni á fimmtudaginn. Þá svaf ég rooosalega mikið. Á föstudaginn var ég í skólanum, en ég var orðin svo slæm þegar ég kom í ensku tímann minn að ég varð að fara heim. Þá fór ég heim að sofa. Svaf að kvöldmat og sofnaði líka eftir það. Um ellefu leytið um kvöldið kom mamma og vakti mig. Hún mældi hitann á mér og ég var komin með 39,5°C hita!!!! O my Jesus.....
Eftir það var ég bara á vatni til að kæla mig niður, gat ekki einu sinni sofið með sængina mína, mér var svo heitt.
Laugardagurinn var skemmtilegur, mér leið aðeins betur (cirka komin niður í 38°C) og famelíu-crewið tjékkaði í Fífó að glápa á nýju fjölskyldumeðlimina. Sóldís var í essinu sínu, sama má segja um Brynjar Jökul og Viktor Loga, algjör krútt! Létu öll krúttó-geislanna dáleiða alla á svæðinu. Í brunchinu var einnig boðið upp á súkkulaði múrstein (u know Betty Crockett).
Það leiðinlegasta við daginn var það að ég mátti ekki knúsa neinn, það var hell. Fullt af fallegum, litlum og krúttlegum börnum og ég varð bara að stara úr fjarlægð. Já, Grímur Steinn og Gunna kíktu líka við til okkar.
Sunnudagurinn fór í að líða illa, vera veik og fá Önnu í heimsókn. Ég verð að viðurkenna að mér leið betur þegar ég var í sófanum með henni og að horfa á formúluna.
Ótrúlega gaman að fá hana í heimsókn og hefur nú enn einn áfangastaður til að heimsækja kominn á listann minn, Akureyri.
Allavega, núna er ég í góðu lagi, fyrir utan það að ég að drepast í hálsinum.
Ciao people.
fimmtudagur, október 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æ Æ Æ Æ Æ Æ Vona að þetta batni fljótt
ÁE
Skrifa ummæli