föstudagur, desember 23, 2005

Brandnew-lúk á síðuna.

Já ég er enn einu sinni búin að breyta "lúkkinu" á síðunni minni.
Eftir að ég fékk mér blog.central.is síðuna mína er ég því miður ekki búin að vera dugleg að blogga hér.

En það ætla ég að laga. Ég get staðfest að ég mun reyna með öllu mínu valdi að halda þessari síðu lifandi, því þó að ég kann ekkert á svona template dæmi og svoleiðis, þá er þetta rosalega fín síða...sko fyrir utan þetta template dæmi....(hjálp)

Allavega er staðan hjá mér í dag bara hin fínasta. Ég er alltaf að vinna í Hagkaup og er það nú bara fínt, þó ætla ég samt að leita af einhverri annarri vinnu eftir áramót.
Er að fara að vinna núna klukkan 4, þannig að ég hitti ekki "Danina" fyrr en seint í kvöld þegar ég kem heim, eða bara þegar við setjumst við matarborðið klukkan 6 á morgun.

Ég er líka búin að fá einkunnirnar mínar .... og get sagt að ég er frekar ánægð með sjálfan mig.
Þær voru:
í dönsku 8
í ensku 9
í íslensku 9
í stærðfræði 9
í náttúrufræði 9
stóðst lífsleikni og líka íþróttir ;)

Bara helvíti fínt hjá mér, þó ég segi það nú sjálf....

yfir og út!

Engin ummæli: