Nýtt ár nálgast.
Já þannig er það. Á morgun endar 2005 og 2006 tekur við.
Árið 2005 er bara búið að vera stórt og mikið. Vigdís og Eiki urðu foreldrar, eignuðust ákveðnu stelpuna hana Sóldísi, ég kláraði grunnskólann og fyrstu önnina mína í MK. Heiða skrapp til Afríku og svo nýlega til Kúbu.
Ég byrjaði að vinna í Hagkaup sumarið 2005.
Ég sótti líka um að vera skiptinemi....
... og núna árið 2006 mun ég klára þessa bevítans framhaldsumsókn og skila henni inn og linna þar með þjáningum mínum.
Ég innilega vona að árið 2006 verði eins skemmtilegt og árið 2005.
Gleðilegt nýtt ár fólk!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli