mánudagur, mars 20, 2006

Hverskonar innstungur eru þarna?

Já, eins og flestir vita þá er ég búin að fá svar við Japan. Ég er einnig núna búin að ljúka ökuskóla nr.1 sem þýðir að það styttist í það að ég má vera "amateur" á götunni með stressaða foreldra í farþegasætinu.

En já, með Japan. Þá er búið að borga staðfestingargjaldið og þá fer umsóknin mín til Japan. Núna bíð ég spennt eftir að fá að vita hvernig fjölskyldu ég verð með, og líka hvaða dag ég fer. AFS sögðu að ég myndi fara um 23.mars eða eitthvað í kringum það, en fæ daginn staðfestan seinna. En það getur liðið laaaangur tími áður en ég fæ að vita það. Bara gott að taka því rólega og njóta sín á meðan.

Það er mjög skrýtið að hugsa út í það að eftir nákvæmlega ár, þá verð ég að gera mig tilbúna fyrir ársferð til Japan......Vááaá hvað það er skrýtið!

Það er auðvitað mjög leiðinlegt að kveðja fjölskyldu mína og vini í svona langan tíma, og ég veit ekkert hvernig þetta verður þegar ég kem þangað, en ég er helvíti bjartsýn. Það er nógu æðislegt að vita að margra ára draumur er að verða að veruleika. Ég er nú eiginlega viss að ég verð "spaced-out" fyrstu vikurnar, eða í skýjunum eins og eðlilegt fólk segir.

SAMSKIPTI mín við fólk hérna munu örugglega verða mest í gegnum tölvu eða póst eða síma eða skype eða webcam.... en það reddast. Ég hlýt að lenda á fjölskyldu með tölvusamband, halló ég er að fara í mjög tæknivætt land...en reyndar líka mjög gamalt land.....hmmm....vonum bara að ég endi ekki út á landi, einhversstaðar leeengst uppi í fjalli.

En já aftur niður á jörðina. Það er ár í þetta, margt skemmtilegt fram undan á árinu.

Í fyrsta lagi er ég að fara fá peysu og bol með NMK merkinu.....geggjað, svo er það auðvitað stutt í páska og sumarfrí (SWEEET!!!!).....svo er það Ítalíuferðin í sumar (me shop 'till I DROP)...svo kemur skólinn (skip to the end), JÓLAFRÍ og JÓL (jíbbí)....þá koma Ameríkukanarnir í heimsókn, það verður rosalega skemmtilegt :D ....og svo er það bara meergjuð áramót og svo nýtt ár....

JEIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ÞAKKA FÓLKI GEÐVEIKT FYRIR STUÐNING OG TRÚNNA SEM ÞAU GÁFU MÉR Á MEÐAN ÉG VAR AÐ PANICA MEÐ ÞETTA.... :D:D:D:D:D:D

En í gegnum allt þetta, allt með Japan, allt sem er fram undan, og allt sem er búið, þá er bara eitt sem er að naga mig.....hverskonar innstungur eru Japanir með....?

Stenna kveður að sinni,

BÆÆÆÆÆÆÆÆ!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sjibbííí :D:D og svo eins og ég hef sagt áður og mun halda áfram að segja þangað til þú ferð þá verðuru að taka FULLT af myndum þarna úti :0)