Ferðin mikla.
Núna er komið að því, eftir nokkra klukkutíma verð ég í flugvél á leiðinni til Japan.
Í 8. bekk í Kópavogsskóla tók ég þá ákvörðun að sækja um að verða skiptinemi og fara til Japan. Fyrir ári síðan sótti ég um og næstu mánuðina píndi ég vinina mína með standslausu tali um Japan og niðurtal mitt.
Þessi bið eftir ferðinni hefur verið bæði góð og slæm. Ég vil þakka Vidda og vinunum mínum fyrir æðislegan stuðning.
Þetta eru bara 11 mánuðir og mun líða hratt. Hlakka til að sjá alla aftur XD
bless í bili,
Adda
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég vona að það sé ógeðslega gaman í Japan og svo muna að vera dugleg að blogga! það er skylda :-P
bið að heilsa japönunum;-)
Ég mun sakna þín, Arna mín kæra... Skemmtu þér vel og vertu bara dugleg að blogga ;)
Ciao
Gangi þér vel í Japan! Verður gaman að fygjast með þér hér á blogginu.
Skrifa ummæli