föstudagur, nóvember 18, 2005

Ég er snillingur.

Já og jæja. Ég er snillingur, það er satt. Ég er alltaf á síðustu stundu með allt, er of róleg með svona hluti. Ég get ekki beðið eftir sj0undu Harry Potter bókinni, ég er ekki enn búin að fara öll skiptin í Sporthúsið og ég veit ekkert hvað mig langar í jólagjöf, eða hvernig ég á að vinna um jólin...úfff.

Já og jæja, ég ætla núna að taka mig á. Ég er þreytt á því að vera veik og ná mér í flensu, sem ég er búin að gera síðustu daga. Ég ætla og er að taka á matarræðinu mínu. Það vita flestir að ég mætti nú alveg taka mig á og er mamma fremst í flokki þar.
Ég ákvað bara dag einn að kaupa mér stílabók, og breyta matarræðinu.
Ég ætla samt ekki að vera extreme, eða monta mig eða eitthvað...ég á svo örugglega að falla á því...mörgu sinnum, en það er bara gott að ég reyni.

Ég vil taka á vandamálum sem gætu komið seinna á ævinni, snemma....

takk fyrir, ciao.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Lífið mitt.

Prófin nálgast núna mjög hratt. Reyndar er ég búin að skoða próftöfluna og áætlaður tími minn í prófum eru 4 fyrstu prófdagarnir, sem þýðir að 6.des er ég frjáls manneskja, svona innan sviga.
Já ég ætla örugglega að vinna í desember...(bless me...I need it)

Já jólin nálgast. Ég hlakka mjög til þeirra, ekki endilega vegna þess að ég fæ pakka og borða loksins rjúpu, heldur verður öll fjölskyldan saman á Íslandi. Það er það sem ég er mest spennt fyrir.

Svo koma áramótin...jeiiii

Punktur....bless og komma

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Nóvembersbloggið.

Það er að koma JÓL....eftir meira en mánuð en...hvað með það... :)

Jólagjafalisti...coming soon

ciao