föstudagur, desember 30, 2005

Nýtt ár nálgast.

Já þannig er það. Á morgun endar 2005 og 2006 tekur við.
Árið 2005 er bara búið að vera stórt og mikið. Vigdís og Eiki urðu foreldrar, eignuðust ákveðnu stelpuna hana Sóldísi, ég kláraði grunnskólann og fyrstu önnina mína í MK. Heiða skrapp til Afríku og svo nýlega til Kúbu.
Ég byrjaði að vinna í Hagkaup sumarið 2005.
Ég sótti líka um að vera skiptinemi....

... og núna árið 2006 mun ég klára þessa bevítans framhaldsumsókn og skila henni inn og linna þar með þjáningum mínum.

Ég innilega vona að árið 2006 verði eins skemmtilegt og árið 2005.

Gleðilegt nýtt ár fólk!

föstudagur, desember 23, 2005

Brandnew-lúk á síðuna.

Já ég er enn einu sinni búin að breyta "lúkkinu" á síðunni minni.
Eftir að ég fékk mér blog.central.is síðuna mína er ég því miður ekki búin að vera dugleg að blogga hér.

En það ætla ég að laga. Ég get staðfest að ég mun reyna með öllu mínu valdi að halda þessari síðu lifandi, því þó að ég kann ekkert á svona template dæmi og svoleiðis, þá er þetta rosalega fín síða...sko fyrir utan þetta template dæmi....(hjálp)

Allavega er staðan hjá mér í dag bara hin fínasta. Ég er alltaf að vinna í Hagkaup og er það nú bara fínt, þó ætla ég samt að leita af einhverri annarri vinnu eftir áramót.
Er að fara að vinna núna klukkan 4, þannig að ég hitti ekki "Danina" fyrr en seint í kvöld þegar ég kem heim, eða bara þegar við setjumst við matarborðið klukkan 6 á morgun.

Ég er líka búin að fá einkunnirnar mínar .... og get sagt að ég er frekar ánægð með sjálfan mig.
Þær voru:
í dönsku 8
í ensku 9
í íslensku 9
í stærðfræði 9
í náttúrufræði 9
stóðst lífsleikni og líka íþróttir ;)

Bara helvíti fínt hjá mér, þó ég segi það nú sjálf....

yfir og út!

fimmtudagur, desember 01, 2005

Morgunhaninn ég.

Hér sit ég glaðvakandi eftir að hafa skriðið upp í rúm um miðnætti. Já ég er frekar skrýtin. Ef ég sef nóg, verð ég ofvirk, ef ég sef of lítið verð ég rosalega dofin og þreytt...og ef ég fer seint að sofa og eitthvað svoleiðis, í nokkra daga...vakna ég með HITA. Hversu leiðinlegt getur það verið....

Allavega ég er á fullu í prófum, eitt var í gær, annað í dag og svo þriðja á morgun. Enda svo á mánudaginn með stæl.

Yfir og út.