miðvikudagur, október 11, 2006

Sóldís kann að dansa

Já, núna er mín að njóta lífsins í kóngsins Köben. Verð að segja að ég tók góða veðrið með mér miðað við síðustu veðurfréttir að heiman. :D

Mood: ofvirk (fékk mér ís)

Jamms, ég er bara búin að vera að versla og versla og versla aðeins meira, enda er innkaupalistinn ágætur að lengd. Vil biðja fólk að bíða þolinmóð eftir naríum, heyrnatólum og bókum, þetta kemur allt með mér ;)

Hvað er ég búin að gera af mér?
Eins og ég er búin að segja, versla. Svo er ég líka búin að fara á Snow Patrol tónleika, sem voru góðir :P
Ég er einnig búin að vera að kúra með Alisu skvísu og að passa Sóldísi megakrútti. Var meira að segja að kenna henni óhljóð á meðan foreldrar hennar voru ekki hjá okkur.
Ég er hérna í tölvunni hennar Heiðu, þar sem ég sef. Mamma og pabbi eru á Sólbakken.

Annað merkilegt, ég fór í klippingu! Hjá honum Ævari sem var einu sinni í Þykkvabæ, þegar ég var ekki einu sinni bleijubarn (það lítil sko).

Ótrúlega gaman að vera hérna hjá systrum mínum, Eika og henni Sóldísi. Einnig ótrúlegt að ég mun ekki sjá þau rooooooosaaaaaaleeeeeegaaaaa lengi. Eins og flest alla :(

Framundan er hjá mér er: fjör í Köben, stípun, Halloween Tivoli, heimferð seint um kvöld, skóli, sumarbústaðarferð og bílpróf!!!
Margt spennandi.

Allavega, ég hlakka geggjað til að koma aftur til fólks :P Miss my people!

XxOXxOoXxxxO

(big kiss, little kiss, big hug, big kiss, little kiss, big hug, little hug, big kiss, three little kisses and a big hug)

Fluffy

P.S Nacho Libre.....meeeeeeeeeeeeeeemeeee steikt

þriðjudagur, september 26, 2006

Sælt veri fólkið.

Hér sit ég á þriðjudagsmorgni í LÍF103 að hlusta á mjöööög spennandi fyrirlestur um flæði í blóðinu okkar og um flutning súrefnis, anyyyway.

Mood: Vont (er að dreeepast í bakinu)

Ég er nýbúin að vera lasin, aftur. Hiti, hósti og slím í lungunum, ég er svo dugleg :P
Núna er ég á sýklalyfum þannig að þetta ætti að vera að skána, en þá gerist eitthvað sem mér finnst vera verra. Bakið á mér, er að drepa mig. Einhverskonar vöðvahnútur sem er að verða verri og verri.
Ég vil fara til sjúkranuddara :S

Og jamm,

Eitthvað jákvæðara. Ég á núna InuYasha dagatal fyrir árið 2007. Viddi benti mér nú á það, þegar ég hann og Andri vorum í Nexus, að ég væri að fara í mars og hvaða tilgang þetta dagatal hefði. My answer is: INUUUU-YASSHA.... :D :D

Mig langar í rafmagnsrúm, eins og Viddi á....urr :P

Annað,

Fór í bíó í gær, með Vidda, Sindra og Völu. Fórum í Mjóddina á Nacho Libre....steeeiiiiiiiiiikt mynd, that’s it. Sat allan tíma bara whaaat?! Fékk Blátt powerade :P

Helgin,

Var veik, en hápunktur helgarinnar var Buffy glápið hjá mér, Vidda, Andra og Sigrúnu sem var mega stuð. Svo var líka bíltúrinn sem ég og Guðrún byrjuðum klukkan 2 með Bjarka, bættist svo Jóhanna og hinir og þessir, sem endaði með því að Guðrún henti mér og Sigrúnu út í Kópavoginn og svo hélt hún áfram :D Dugleg. Man ekki klukkan hvað við hættum að horfa á Buffy og Andri og Sigrún fóru heim. En skrautlegur endi á fínu kvöldi sem endaði með aumt nef...

Ciao....(rides away on a scooter)

Fluffy

P.S þetta kallast einkahúmor....

þriðjudagur, september 19, 2006

Loksins, loksins nýtt blogg.

Ótrúlegt en satt, þú ert að lesa nýtt blogg. Ég hef bloggað á ný.
Úfff, hvað það er langt síðan að ég bloggaði seinast, margt og mikið spennandi búið að gerast.

My mood: Feeling funny (labbaði næstum tvisvar í vitlausa stofu)

Dagurinn í dag er skrautlegur, það er með skólann. Ég verð í skólanum til hálf 5, sem er meeega langur tími þegar maður er slappur og hálfveikur.

Eeeen allavega.

Jamm, things that I’ve done.
Ég fór til dæmis í geggjað skemmtilega útileigu með Vidda, Andra og Sigrúnu.
Góð leið til þess að enda sumarið með stæl fyrir skólann. Í útileigunni vorum við ótrúlega heppin með veðrið, það var svoooo gott :D
Andri og Viddi spiluðu á gítar á meðan Sigrún bjó til geggjað góðar pönnukökur :P
Ég lá bara í sólbaði og reyndi með öllu mínu afli að verða brún (sem greinilega gerist ekki hjá mér).
Svo byrjaði skólinn big time. Bara skóli, skóli, skóli.
23 einingar, vááá hvað ég er bjartsýn.

Þá urðu hlutirnir skrautlegir, ég endaði á Landspítalanum. Það var ekkert alvarlegt og ég er góð í dag.
En það þýddi að ég missti viku af skólanum.
Ég missti líka af MK busaballinu, þar sem hún Jóhanna fékk heilahristing :S
Þetta er sko OMG, einhver gaur rak olbogann kröftulega í hana svo að hún komst bara ekki í skólann forever. Hún var geggjað heppin að hinar stelpurnar fundu hana, því þetta var stórhættulegt.
Hún er núna fyrst að koma í skólann. Búin að vera á læknastússi og bara fullt, ekki grín.

Þegar ég var orðin betri, þá skellti ég mér á busaballið hjá MH (ég ætla mér á busaball!!)
Ég fór með Vidda í lítið fyrirpartý hjá Elvari áður en við skelltum okkur á ballið. Það var skemmtilegt og flott fólk þar á kreik.

Vil bara segja að Keli er töff köttur.

Svo fórum við á ballið og hittum Andra og Sigrúnu , jeiiiiii :D stuuð!!

Dans, dans, dans, dans.

Rakst á fólk, gaman að sjá það ;) Svo eftir að Andri og Sigrún voru farin, þá byrjaði ég að sjá eftir því að hafa mætt í nýju stígvélunum mínum :S Svekkt yfir því að ég hætti að geta gengið eðlilega og endaði með því að ég og Viddi fór heim snemma. Sá auðvitað eftir því, hefði verið gaman að vera allan tímann.

Eeeeen ég lifði af, fór skemmtilega úldin í skólann og lét taka af mér mynd fyrir Rauða Kverið, þar sem ég lít út eins og barnaperri!! Djíssesss....kræst...

EN, ég vil bara þakka Vidda, Andra og Sigrúnu fyrir GEÐVEIKT skemmtilega útileigu (must do it again), Heiðu fyrir flottu bleiku van skóna mína og Vidda, æðislega, fyrir að hafa haldið á mér langleiðina heim til hans eftir MH ballið :P

TAAAKKKKKKKKKKK!
xxxXxxx
Blogg búið.

Fluffy

mánudagur, júlí 17, 2006

The useless blog

Núna kemur eitt blogg, svo ég get sagt að ég hafi bloggað. Pretty much useless, buuut anyway:

Ég er...

....tvíburi í stjörnumerki.

...óþolandi þolinmóð.

...að reyna að safna pening.

...alltaf að meiða mig.

...rosalega léleg að safna pening.

...yngst af þremur systrum.

....á náttúrufræðibraut í MK.

...rosalega háð sykri.

...fædd 2.júní 1989.

...umkringd skrýtnu fólki.

...í karate.

....kvenmaður.

... lélegur bloggari.

...nammi sjúklingur.

...búin að sjá Sin City.

...háð sjónvarpi til að lifa.

...háð svefni.

...háð lofti.

...búin til úr sameindum.

...búin með grunnskólann.

...ekki góð að sauma.

...rosalega löt á köflum.

...fíla þættina Firefly mjög vel.

...rosalega hættuleg þegar ég er með kvef.

...til í að fá bílpróf.

....er á leiðinni til Japan.

... nammifíkill.

...búin að sjá myndina Superman Returns.

...voða málglöð.

....punktur!
Fluffy

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Skvís út í Köben
Núna er ég stödd út í Köben að blogga heima hjá systur minni á meðan litla frænka mín syngur hérna á bak við mig.
Fríið mitt byrjaði í Ítalíu, á stað ekki langt frá Pisa. Rosalega næs staður og fallegt þar. Rosalega flott sundlaug þar.
Við fórum víða, til Pisa þar sem skakki turninn var skoðaður (mega skakkur!!), Florence þar sem marmarakirkja var skoðuð (omg hvað maður er í vöggu kaþólska ríkisins) og margt fleira.
Þetta var mjög skemmtilegt, fyrir utan það að ég ofþornaði eftir daginn í Pisa og ældi 3var og svaf nánast ekkert. Þambaði mega mikið vatn eftir það. Ég mæli alls ekki með því að ofþorna, það er ógeð.
Svo kláruðum við Ítalíu með því að heimsækja geitabónda við Alpana í tvær nætur, það var stuð og mega spes þar sem ekkert heitt vatn var þar. Hittum Íra þar sem voru að vinna hjá gaurnum eins og Vigga Tigga gerði á sínum tíma.
Kom svo hingað til Köben, tilgangurinn þar er að chilla, kaupa föt fyrir veturinn (sem ég er búin að gera núna), fara á tónleika með systur mínum og prófa nýja tækið í tívolí-inu.
Ég tala seinna. Ciao
Fluffy

föstudagur, júní 02, 2006

Afmælisbarnið
Ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli hún Arna.
Ég á afmæli í dag.
Jamm, þannig er það
Fluffy

þriðjudagur, maí 02, 2006


Lélegasti bloggari sögunnar

Já kæru lesendur, ég er örugglega með þeim lélegustu bloggurum sem eru á kreiki. Ég tel að ástæðan sé sú að ég finn oftast ekkert til að blogga um, eða ég gleymi að blogga loksins þegar eitthvað gerist.

Núna er staðan svona hjá mér.

Ég er 16 ára unglingur að verða 17 ára núna 2.júní.
Vinn uppí Hvammsval og verð líka í póstinum í sumar.
Er komin með geggjaðan lubba sem hár og veit ekkert hvað ég á að gera.
Er á litaskeiði í lífinu mínu.
Komin með myndavél til að missa mig yfir.
Að klára fyrsta árið mitt í MK.
Fer til Ítalíu í sumar.
Fer í peningabindi dauðans núna.
Er orðin kaffihúsasjúk. 10 dropar takk...
Fékk geggjaða skó nýlega.
Þrái kakó.
Hlakka til sumarsins.
Er ánægð með lífið og tilveruna.
Komin með uppáhaldshúfu sem ég fékk í Kolaportinu.
Dýrka lagið Daddy Cool útgáfu Placibo.
Dettur ekkert meira í hug núna.

Jamm og jæja.
Kveð í bili (ekki samt of lengi)

Fluffs.

mánudagur, apríl 03, 2006

Andlega þroskaheftur ís?

Já fólk, mikið er búið að gerast þessa helgi. Byrjaði á föstudaginn að undirbúa sig fyrir Íslandsmeistaramótið. Þegar það var búið þá fór ég og Guðrún ásamt Jóhönnu upp í sjoppu með spóla-leiga-horfa tilgang. Tókum tvær spólur og settumst við niður heima hjá mér og byrjuðum að horfa á Battle Royal (sem ég er búin að sjá þrisvar). Ég var reyndar eitthvað þreytt og lagði mig í "fimm mínútur". Það varð aðeins lengra en ég gerði ráð fyrir því ég svaf allan tímann. hehe...

Svo rann Íslandsmeistaramótið upp. Það var geðveikt gaman að sjá fólk og keppa. Helvíti ánægð með áranginn hjá Breiðablik (JEIIII) og líka með áranginn hjá KAK (Til hamingju fólk!).

Fyrir þá sem eru ekkert að fylgjast með, þá voru úrslitin svona:

Kata kvenna

1.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, KAK

2.
Hulda Axelsdóttir, Þórshamar

3.
Fríða Bogadóttir, Þórshamar

3.
Eyrún Reynisdóttir, KAK

Kata karla

1.
Helgi Jóhannesson, Breiðablik

2.
Magnús kr. Eyjólfsson, Breiðablik

3.
Andri Bjartur Jakobsson, KFR

3.
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukar

Hópkata kvenna

1.
KAK - Eydís, Eyrún og Guðrún

2.
ÞÓRSHAMAR - Elín, Inga og Fríða

3.
Breiðablik D - Björg, Guðrún og Arna

3.
Breiðablik E - Hlín, Fjóla og Bryndísa Jara

Hópkata karla

1.
BREIÐABLIK A - Helgi, Einar og Magnús

2.
BREIÐABLIK B - Pálmar, Eyþór og Jón Andri

3.
HAUKAR - Guðbjartur Ísak, Kristján og Anton

3.
ÞÓRSHAMAR A - Daníel, Jón Ingi og Tómas

:D

Breiðablik fengu 19 stig!

Til að fagna þá fórum við á Ruby Tuesday, sem var mega stuð. Ég og Dísa misstum okkur kannski aaaðeins of mikið í sykurinn, en það var gaman :D Reyndar held ég að ég fékk fatlaðan ís, því hann lak bara á borðið :P
Geggjað stuð á fólki, geðveik bið eftir matunum og eftirréttinum og misskilningur á túlkun fólks á Strumpunum....sound good ay'?

Á sunnudaginn var farið á kaffihús með skvísunum í karate, það var gaman...nema kannski það að ég keypti kökusneið sem var svo andskoti dýr og ég náði ekki að klára hana! OMG....urr..
En já svo kvaddi ég kaffihúsaliðið og fór í vinnuna. Kom svo dauðþreytt um miðnætti heim, glápti á sjónvarpið með pa og skreið svo upp í ískaldarúmið mitt...

Allavega þakka öllu fólkinu fyrir mótið, Indriða fyrir matinn og Ruby Tuesday fyrir goskönnuna, karate-skvísum fyrir klukkutímana, Adezzo fyrir súkkulaðikökuna, Tomma fyrir að redda enskuverkefninu og mömmu fyrir að hafa skutlað mér í skólann í dag.

PUNKTUR!

Bæ.

mánudagur, mars 27, 2006


�g! Posted by Picasa

mánudagur, mars 20, 2006

Hverskonar innstungur eru þarna?

Já, eins og flestir vita þá er ég búin að fá svar við Japan. Ég er einnig núna búin að ljúka ökuskóla nr.1 sem þýðir að það styttist í það að ég má vera "amateur" á götunni með stressaða foreldra í farþegasætinu.

En já, með Japan. Þá er búið að borga staðfestingargjaldið og þá fer umsóknin mín til Japan. Núna bíð ég spennt eftir að fá að vita hvernig fjölskyldu ég verð með, og líka hvaða dag ég fer. AFS sögðu að ég myndi fara um 23.mars eða eitthvað í kringum það, en fæ daginn staðfestan seinna. En það getur liðið laaaangur tími áður en ég fæ að vita það. Bara gott að taka því rólega og njóta sín á meðan.

Það er mjög skrýtið að hugsa út í það að eftir nákvæmlega ár, þá verð ég að gera mig tilbúna fyrir ársferð til Japan......Vááaá hvað það er skrýtið!

Það er auðvitað mjög leiðinlegt að kveðja fjölskyldu mína og vini í svona langan tíma, og ég veit ekkert hvernig þetta verður þegar ég kem þangað, en ég er helvíti bjartsýn. Það er nógu æðislegt að vita að margra ára draumur er að verða að veruleika. Ég er nú eiginlega viss að ég verð "spaced-out" fyrstu vikurnar, eða í skýjunum eins og eðlilegt fólk segir.

SAMSKIPTI mín við fólk hérna munu örugglega verða mest í gegnum tölvu eða póst eða síma eða skype eða webcam.... en það reddast. Ég hlýt að lenda á fjölskyldu með tölvusamband, halló ég er að fara í mjög tæknivætt land...en reyndar líka mjög gamalt land.....hmmm....vonum bara að ég endi ekki út á landi, einhversstaðar leeengst uppi í fjalli.

En já aftur niður á jörðina. Það er ár í þetta, margt skemmtilegt fram undan á árinu.

Í fyrsta lagi er ég að fara fá peysu og bol með NMK merkinu.....geggjað, svo er það auðvitað stutt í páska og sumarfrí (SWEEET!!!!).....svo er það Ítalíuferðin í sumar (me shop 'till I DROP)...svo kemur skólinn (skip to the end), JÓLAFRÍ og JÓL (jíbbí)....þá koma Ameríkukanarnir í heimsókn, það verður rosalega skemmtilegt :D ....og svo er það bara meergjuð áramót og svo nýtt ár....

JEIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ÞAKKA FÓLKI GEÐVEIKT FYRIR STUÐNING OG TRÚNNA SEM ÞAU GÁFU MÉR Á MEÐAN ÉG VAR AÐ PANICA MEÐ ÞETTA.... :D:D:D:D:D:D

En í gegnum allt þetta, allt með Japan, allt sem er fram undan, og allt sem er búið, þá er bara eitt sem er að naga mig.....hverskonar innstungur eru Japanir með....?

Stenna kveður að sinni,

BÆÆÆÆÆÆÆÆ!!