miðvikudagur, október 11, 2006

Sóldís kann að dansa

Já, núna er mín að njóta lífsins í kóngsins Köben. Verð að segja að ég tók góða veðrið með mér miðað við síðustu veðurfréttir að heiman. :D

Mood: ofvirk (fékk mér ís)

Jamms, ég er bara búin að vera að versla og versla og versla aðeins meira, enda er innkaupalistinn ágætur að lengd. Vil biðja fólk að bíða þolinmóð eftir naríum, heyrnatólum og bókum, þetta kemur allt með mér ;)

Hvað er ég búin að gera af mér?
Eins og ég er búin að segja, versla. Svo er ég líka búin að fara á Snow Patrol tónleika, sem voru góðir :P
Ég er einnig búin að vera að kúra með Alisu skvísu og að passa Sóldísi megakrútti. Var meira að segja að kenna henni óhljóð á meðan foreldrar hennar voru ekki hjá okkur.
Ég er hérna í tölvunni hennar Heiðu, þar sem ég sef. Mamma og pabbi eru á Sólbakken.

Annað merkilegt, ég fór í klippingu! Hjá honum Ævari sem var einu sinni í Þykkvabæ, þegar ég var ekki einu sinni bleijubarn (það lítil sko).

Ótrúlega gaman að vera hérna hjá systrum mínum, Eika og henni Sóldísi. Einnig ótrúlegt að ég mun ekki sjá þau rooooooosaaaaaaleeeeeegaaaaa lengi. Eins og flest alla :(

Framundan er hjá mér er: fjör í Köben, stípun, Halloween Tivoli, heimferð seint um kvöld, skóli, sumarbústaðarferð og bílpróf!!!
Margt spennandi.

Allavega, ég hlakka geggjað til að koma aftur til fólks :P Miss my people!

XxOXxOoXxxxO

(big kiss, little kiss, big hug, big kiss, little kiss, big hug, little hug, big kiss, three little kisses and a big hug)

Fluffy

P.S Nacho Libre.....meeeeeeeeeeeeeeemeeee steikt