mánudagur, júlí 17, 2006

The useless blog

Núna kemur eitt blogg, svo ég get sagt að ég hafi bloggað. Pretty much useless, buuut anyway:

Ég er...

....tvíburi í stjörnumerki.

...óþolandi þolinmóð.

...að reyna að safna pening.

...alltaf að meiða mig.

...rosalega léleg að safna pening.

...yngst af þremur systrum.

....á náttúrufræðibraut í MK.

...rosalega háð sykri.

...fædd 2.júní 1989.

...umkringd skrýtnu fólki.

...í karate.

....kvenmaður.

... lélegur bloggari.

...nammi sjúklingur.

...búin að sjá Sin City.

...háð sjónvarpi til að lifa.

...háð svefni.

...háð lofti.

...búin til úr sameindum.

...búin með grunnskólann.

...ekki góð að sauma.

...rosalega löt á köflum.

...fíla þættina Firefly mjög vel.

...rosalega hættuleg þegar ég er með kvef.

...til í að fá bílpróf.

....er á leiðinni til Japan.

... nammifíkill.

...búin að sjá myndina Superman Returns.

...voða málglöð.

....punktur!
Fluffy

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Skvís út í Köben
Núna er ég stödd út í Köben að blogga heima hjá systur minni á meðan litla frænka mín syngur hérna á bak við mig.
Fríið mitt byrjaði í Ítalíu, á stað ekki langt frá Pisa. Rosalega næs staður og fallegt þar. Rosalega flott sundlaug þar.
Við fórum víða, til Pisa þar sem skakki turninn var skoðaður (mega skakkur!!), Florence þar sem marmarakirkja var skoðuð (omg hvað maður er í vöggu kaþólska ríkisins) og margt fleira.
Þetta var mjög skemmtilegt, fyrir utan það að ég ofþornaði eftir daginn í Pisa og ældi 3var og svaf nánast ekkert. Þambaði mega mikið vatn eftir það. Ég mæli alls ekki með því að ofþorna, það er ógeð.
Svo kláruðum við Ítalíu með því að heimsækja geitabónda við Alpana í tvær nætur, það var stuð og mega spes þar sem ekkert heitt vatn var þar. Hittum Íra þar sem voru að vinna hjá gaurnum eins og Vigga Tigga gerði á sínum tíma.
Kom svo hingað til Köben, tilgangurinn þar er að chilla, kaupa föt fyrir veturinn (sem ég er búin að gera núna), fara á tónleika með systur mínum og prófa nýja tækið í tívolí-inu.
Ég tala seinna. Ciao
Fluffy