mánudagur, apríl 03, 2006

Andlega þroskaheftur ís?

Já fólk, mikið er búið að gerast þessa helgi. Byrjaði á föstudaginn að undirbúa sig fyrir Íslandsmeistaramótið. Þegar það var búið þá fór ég og Guðrún ásamt Jóhönnu upp í sjoppu með spóla-leiga-horfa tilgang. Tókum tvær spólur og settumst við niður heima hjá mér og byrjuðum að horfa á Battle Royal (sem ég er búin að sjá þrisvar). Ég var reyndar eitthvað þreytt og lagði mig í "fimm mínútur". Það varð aðeins lengra en ég gerði ráð fyrir því ég svaf allan tímann. hehe...

Svo rann Íslandsmeistaramótið upp. Það var geðveikt gaman að sjá fólk og keppa. Helvíti ánægð með áranginn hjá Breiðablik (JEIIII) og líka með áranginn hjá KAK (Til hamingju fólk!).

Fyrir þá sem eru ekkert að fylgjast með, þá voru úrslitin svona:

Kata kvenna

1.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, KAK

2.
Hulda Axelsdóttir, Þórshamar

3.
Fríða Bogadóttir, Þórshamar

3.
Eyrún Reynisdóttir, KAK

Kata karla

1.
Helgi Jóhannesson, Breiðablik

2.
Magnús kr. Eyjólfsson, Breiðablik

3.
Andri Bjartur Jakobsson, KFR

3.
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukar

Hópkata kvenna

1.
KAK - Eydís, Eyrún og Guðrún

2.
ÞÓRSHAMAR - Elín, Inga og Fríða

3.
Breiðablik D - Björg, Guðrún og Arna

3.
Breiðablik E - Hlín, Fjóla og Bryndísa Jara

Hópkata karla

1.
BREIÐABLIK A - Helgi, Einar og Magnús

2.
BREIÐABLIK B - Pálmar, Eyþór og Jón Andri

3.
HAUKAR - Guðbjartur Ísak, Kristján og Anton

3.
ÞÓRSHAMAR A - Daníel, Jón Ingi og Tómas

:D

Breiðablik fengu 19 stig!

Til að fagna þá fórum við á Ruby Tuesday, sem var mega stuð. Ég og Dísa misstum okkur kannski aaaðeins of mikið í sykurinn, en það var gaman :D Reyndar held ég að ég fékk fatlaðan ís, því hann lak bara á borðið :P
Geggjað stuð á fólki, geðveik bið eftir matunum og eftirréttinum og misskilningur á túlkun fólks á Strumpunum....sound good ay'?

Á sunnudaginn var farið á kaffihús með skvísunum í karate, það var gaman...nema kannski það að ég keypti kökusneið sem var svo andskoti dýr og ég náði ekki að klára hana! OMG....urr..
En já svo kvaddi ég kaffihúsaliðið og fór í vinnuna. Kom svo dauðþreytt um miðnætti heim, glápti á sjónvarpið með pa og skreið svo upp í ískaldarúmið mitt...

Allavega þakka öllu fólkinu fyrir mótið, Indriða fyrir matinn og Ruby Tuesday fyrir goskönnuna, karate-skvísum fyrir klukkutímana, Adezzo fyrir súkkulaðikökuna, Tomma fyrir að redda enskuverkefninu og mömmu fyrir að hafa skutlað mér í skólann í dag.

PUNKTUR!

Bæ.